Samtakamáttur í forvörnum
- fyrir okkur öll!
 
Í Viku 43 árið 2013 vilja félagasamtökin sem að henni standa minna á að almenn þátttaka, einhugur og víðtækt samstarf foreldra, félagsamtaka og skóla er lykillinn að árangri í forvörnum. Markmiðið þarf að vera hið sama þótt leiðirnar séu fjölbreyttar.
 
Vika 43, Vímuvarnavikan, er árlegt samstarfsverkefni um forvarnir sem fjölmörg  íslensk félagasamtök hafa staðið að frá árinu 2004.
 
Í Viku 43 árið 2013 vilja félagasamtökin minna á að grasrótin er virk í forvarnastarfi og meðvituð um möguleika sína, framlag og hlutverk. Starfsemi frjálsra félagasamtaka skiptir miklu í forvarnastarfi og rannsóknir sýna að þátttaka ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og  félagsstarfi stuðlar að minni ávana- og vímuefnaneyslu. Einnig viljum við vekja athygli á þeirri jákvæðu staðreynd að notkun íslenskra ungmenna á ávana- og vímuefnum er með því minnsta sem þekkist í Evrópu.
 
Í Viku 43 hefur á undanförnum árum verið vakin athygli á ýmsum hliðum forvarna, en sjónum einkum verið beint að foreldrum og öðrum uppalendum og athygli þeirra vakin á því fjölbreytta forvarnastarfi sem félagasamtök landsins standa fyrir.
 
Þátttaka og stuðningur við starfsemi frjálsra félagasamtaka stuðlar að góðum árangri í forvörnum. Góður árangur í forvörnum er ávinningur allra; stuðlar að auknum lífsgæðum og betra samfélagi fyrir okkur öll.

FACEBOOK síða viku 43
 

 

Forvarnir í öndvegi

Í tilefni Vímuvarnaviku 43 var Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðis- ráðherra, afhendur innrammaður skjöldur frá Samstarfsráði um forvarnir vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands að setja "forvarnir í öndvegi" í stjórnarsátt- málanum. Það var Hildur Helga Gísladóttir, formaður Samstarfsráðs um forvarnir, sem afhenti ráðherra skjalið og hvatti í leiðinni ráðherra og ríkisstjórn að efla brautargengi félagasamtaka í forvarnastarfi á komandi misserum.