Vika 43 sett í Þjóðleikhúsinu

VVV_2010_opnun_Tinna

Vímuvarnavikan Vika 43 var formlega sett í gær í Þjóðleikhúsinu að viðstöddum nemendum frá Sjálandsskóla í Garðabæ, framáfólki í æskulýðs- og forvarnastarfi á Íslandi, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins Stefáni Eiríkssyni og ráðherra dóms- og mannréttindamála, Ögmundi Jónassyni.  Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir bauð gesti velkomna í leikhús þjóðarinnar og fagnaði þessu samstarfi leikhússins og Vímuvarnavikunnar en forvarnaleikritið Hvað ef? er nú sýnt í Kassanum og er ætlað efri bekkjum grunnskóla. Nemendum er boðið á þessa sýningu í Kassanum í vetur en Vika 43 kostaði 10 fyrstu sýningarnar fyrir 1200 grunnskólanemendur í vímuvarnavikunni.  Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Kvenfélagasambands Íslands opnaði síðan formlega Viku 43 með því að lesa upp áskorun sem undirrituð er af öllum 22 þátttökusamtökum í þessu árlega forvarnaverkefni. Eftir opnunina var öllum boðið á frumsýningu á Hvað ef? (www.hvadef.is) í Kassanum.

 

VIKA 43  2010

Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir að markmiði starfs síns, til þess að vekja athylgi á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum:

  • Skapa vettvang fyrir samstarf félagasamtaka um að vekja athygli á stefnumörkun í áfengis- og vímuefnamálum, einkum forvörnum.
  • Varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og það starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka.
  • Vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum.
  • Virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs.


ÞÁTTTAKA ÞJÓÐAR Í VÍMUVÖRNUM

Í Viku 43 er að þessu sinni minnt á nauðsyn samstöðu og samstarfs allra við að uppræta markaðssetningu vímuefna, sérstök athygli verður vakin á áróðri fyrir neyslu kannabisefna.  Á heimasíðu vímuvarnavikunnar, www.vvv.is er að finna upplýsingar um dagskrá og viðburði Viku 43.

Skráningar á opnunardagskrá í Þjóðleikhúsinu 26. október:   vika43@forvarnir.is
Skráningar á morgunverðarþing í Þjóðleikhúskjallara 28. október  HÉR  Dagskráin: www.naumattum.is

 

DAGSKRÁ

24. OKT.  Vikan hefst
25. OKT.  Kvennafrídagurinn, Vika 43 hvetur fólk til að taka þátt í deginum
26. OKT.  kl. 15.15  Formleg opnun Viku 43 í Þjóðleikhúsinu
                  kl. 16.00  Frumsýning á HVAÐ EF? skemmtifræðsla,
                  í Kassanum (Þjóðleikhúsinu)

28. OKT.  kl. 08.15-10.00 "þetta er bara gras"... morgunverðarfundur Viku 43
                  í Þjóðleikhúskjallaranum í samstarfi við NÁUM ÁTTUM.
                  Erindi koma frá lækni á fíkniefnageðdeild LHS, Lögreglustjóra
                  og Foreldrahúsi um áhrif og skaðsemi kannabis

26.- 29. OKT  Leikritið HVAÐ EF? sýnt í kassanum fyrir nemendur grunnskóla,
                  unglingadeildum á Reykjavíkursvæðinu