Opnun Vímuvarnaviku 2006
siv22

Í dag hófst formlega Vímuvarnavika 2006 með kynningarfundi í húsakynnum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Á fundinum voru áherslur og viðburðir vikunnar kynntir.

 Í tilefni vikunnar undirritaði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, forvarnasamning til eins árs við Samstarfsráð um forvarnir. Menntamálaráðuneytið og samgönguráðuneytið standa einnig að samningnum. Á fundinum fluttu ávörp auk ráðherra, Árni Einarsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum og Íris Eyjólfsdóttir fulltrúi ungmennahóps sem unnið hefur að undirbúnigngi vikunnar. 

Lesa meira...
Upphafsaldur áfengisneyslu. Hvað er í húfi?
vvv06no1

Vímuvarnavikan 2006 verður haldin dagana 16. til 21. október nk.Vímuvarnavikan er samstarfsvettvangur 20 félagasamtaka í landinu til að vekja athygli á áfengis- og vímuefnamálum, einkum forvörnum meðal barna og unglinga og varpa ljósi á forvarnastarf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka. 

Þetta er þriðja árið í röð sem efnt er til viku af þessu tagi. Að þessu sinni er sjónum beint að upphafsaldri áfengisneyslu og hvað er í húfi fyrir börn og unglinga að neyta ekki áfengis og/eða fresta því sem lengst að hefja áfengisneyslu kjósi þau að gera það á annað borð.  

Lesa meira...
Ávarp
iris22

Góðan daginn! Ég heiti Íris Eyjólfsdóttir og er í hópi þess unga fólks sem hefur undirbúið vímuvarnarvikuna 2006.

Það er frábært að fá að vera hérna með ykkur í dag. Ég vona að Vímuvarnarvika 2006 skili árangri út í samfélagið. Markmið þessarar viku er að fá börn og unglinga til að fresta sem lengst neyslu áfengis. Rannsóknir hafa sýnt fram á að því fyrr sem ungt fólk byrjar neyslu áfengis því meiri líkur eru á að áfengi eða önnur vímuefni valdi þeim erfileikum í lífinu.

 

Lesa meira...
Opnunarávarp
hopur11

Vímuvarnavika er nú haldin í þriðja sinn og stendur yfir dagana 16. til 20. október. Vímuvarnavikan er samstarfsvettvangur rúmlega 20 félagasamtaka í landinu og hefur að markmiði að vekja athygli á áfengis- og vímuefnamálum, einkum forvörnum meðal barna og unglinga og varpa ljósi á forvarnastarf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka.

Í ár er sjónum beint að upphafsaldri áfengisneyslu og hvað er í húfi fyrir börn og unglinga að neyta ekki áfengis og/eða fresta því sem lengst að hefja áfengisneyslu kjósi þau að gera það á annað borð. Þetta viðfangsefni byggir á niðurstöðum rannsóknum sem sýna að því yngri sem börn hefja neyslu áfengis og annarra vímuefna þeim mun hættara er við að áfengi og önnur vímuefni valdi þeim erfiðleikum, bæði í bráð og lengd. Rannsóknir sýna að tengsl eru á milli ýmissa neikvæðra hliða áfengis- og vímuefnaneyslu og þess að hefja neyslu áfengis á unga aldri.Áfengisdrykkja barna og unglinga er því alvarlegt hættumerki sem bregðast þarf við af fullri alvöru. Við getum ekki leyft okkur sinnuleysi í þessum efnum. Til þess er of mikið í húfi fyrir líf og framtíð barna og ungmenna.

 

Lesa meira...