VIKA 43 - VÍMUVARNAVIKA 2009

Áherslur 2009

Beinir sjónum að skaðsemi kannabis. Opinber stefna er mikilvægur rammi, samkomulag um hvert ber að stefna. Hvetja stjórnvöld til þess að:

  • standa vörð um fræðslu um upplýsingar um skaðsemi og umfang kannabisefna
  • leggja lið við forvarnastarf gegn kannabis meðal ungs fólks
  • styðja og hvetja foreldra til að kynna sér afleiðingar fíkniefnaneyslu

VIÐBURÐIR

Sunnudaginn 18. október:
VIKA 43 hefst (auglýsingar í fjölmiðlum)

Þriðjudaginn 20. október:
Morgunverðarfundur á GRAND hótel um KANNABIS - umfang og afleiðingar kl. 8.00 - 10.00. Fundurinn er öllum opinn en hann er haldinn í samstarfi við NÁUM ÁTTUM - forvarnahóps Skráningar og upplýsingar eru á www.naumattum.is

Fimmtudagur 22. október:
Áminningar VIKU 43 í fjölmiðlum, dagblöð og skjáauglýsingar

Föstudaginn 23. október:
Áskorun VIKU 43 birt í fjölmiðlum

Föstudaginn 23. október:
Veggspjald VIKU 43 um skaðsemi kannabisefna dreift í alla framhandsskóla landsins. Veggspjaldið er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg, Lýðheilsustöð, forvarnafulltrúa í framhaldsskólum og nemendur í framhaldsskólum.

Laugardaginn 24. október:
VIKU 43 lýkur formlega

Umsjón með VIKU 43 er í Brautarholti 4a í Reykjavík, sími 511 1588.